About Me

My photo
Pascal Pinon consists of twins Ásthildur & Jófríður from Reykjavík, Iceland. Together they play low-fi indie acoustic pop in their bedroom. Welcome to this little blog with various things, interesting and not so interesting at all.

Wednesday, June 30, 2010

Fyrsta lagið / First song
Hallóm,
í gær tókum við upp fyrsta lagið! við eigum eftir að taka upp bassann og klára eitthvað, en þetta hljómar mjög vel. í dag ætlum við að taka annað lag og sjá hvað gerist. platan verður tilbúin á no time.Shalom, yesterday we recorded the first song! we haven't recorded the bass yet and still need to finish something, but it sounds really good. today we're going to record another song and see what happens. the album will be ready in no time.

Monday, June 28, 2010

Dagurinn sem við tókum upp / The day we recorded

halló allir saman,
i dag var sögulegur dagur, dagurinn sem við tókum upp EITTHVAÐ, já það er satt. það var reyndar bara prufu upptaka og verður ekki á plötunni en það þýðir samt að hlutirnir eru að gerast og við erum að nálgast endatakmarkið. við vitum núna hvernig græjurnar virka, hvernig kerfið virkar og hvernig við munum eyða sumarfríinu okkar. það er léttir á einhvern hátt, það að hafa gert þetta lætur mann fá tilfinningu fyrir framhaldinu, sem er alls ekki svo slæm verð ég að segja. svo, við erum búnar í dag, ég veit við gerðum ekki mikið en þetta var samt sem áður mikilvægt skref í ferlinu.
skrifa meir á morgun,
kv.jófríður / pascal pinon


Hello everyone,
today is an epic day, the day we recorded SOMETHING. yes that's true. it was only a test take and won't be on the album but it still means that finally things are happening and we are closer to the destination. we now know how the gadget works, how the system works, how we're going to be spending the summer. it's a relief in a way, having done this makes you know how the rest will be and it's not that bad at all. so, we're done today, i know we didn't do much but this was an important first step in the process.
write more tomorrow,
jófríður / pascal pinon

Friday, June 25, 2010

föstudagur ekkert að gera / friday doing nothing

Kæru lesendur!
afsakið að ég hef brugðist ykkur.í dag fórum við ekkert í slátur en ég var heima að reyna að semja eitthvað og Ásthildur var held ég bara að spila á píanóið. Í gær gerðum við líka frekar lítið. Við hittum Sindra og hann gat sagt okkur ýmislegt um bransann en hann ætlar líka að hjálpa okkur eitthvað með plötuna. Svo vorum við að æfa nýtt efni og gamalt, spila orgelútsetningar á gömlu lögunum og þannig rugl. Upptökurnar byrja líklega ekki fyrr en í næstu viku en þá verður líka vinnan byrjuð fyrir alvöru. Um helgina erum við að fara að spila á Sólseturshátíðinni í Garðinum með ingó og diktu (já!) en við erum líka úr garðinum svo það verður gaman. Við spiluðum einusinni fyrir kvenfélagið í garðinum og nánast önnur hver kona þar inni var skyld mér, þó ég vissi ekki einusinni hvað þær hétu. það er svona að vera íslendingur og koma úr litlu bæjarfélagi. en ég kveð að sinni þar til á mánudag,
hafið góða helgi,
kv.jófríður (og ásthildur sem er að spila á píanóið, auðvitað)

Dear readers!
sorry i have let you down. today we didn't go to slátur at all but i stayed at home trying to write something new and Ásthildur just played the piano i think. yesterday we didn't do much either. We met up with Sindri and he he could tell us all sorts of things about the business of music but he's also going to help us with the album. then we practiced new material and old, played old songs in organ arrangements and stuff like that. The recording probably won't start until next week but then the work is really going to begin. This weekend we are playing at the Sunset festival in the small town Garður with Ingo and dikta (mhm) but our family is from Garður so it will be fun. We once played for the women's socitey ( women's club or something i don't know what you call it in English) in Garður and almost every other woman in there was somehow related to me, and i didn't even know their names. That's what it's like being Icelandic and from a small town like that.
but i must say goodbye now until monday,
have a nice weekend
-jófríður (and Ásthildur who is playing the piano of course)

Thursday, June 24, 2010

S.L.Á.T.U.R. extreme makeoverHalló halló,
Við Áshtildur sitjum hér og tökum því rólega meðan Áki (upptökustjórinn) lagar tölvurnar, hann er eitthvað að rugla í harða disknum setja upp forrit og fleira. Um leið og það er komið ætlum við að prófa að taka upp og sjá hvað gerist svo allt rúllar. Í gær vorum við að taka til og taka til, raða og flokka og húsnæðið er orðið ansi glæsilegt verð ég að segja. Hillurnar eru komnar í notkun, ein fyrir bækur og ein fyrir snúrur. Við ætlum samt að skipta um tölvuskjá það er svo vond lykt af tölvuskjánum sem við erum með. Áki heldur að það sé dauð mús inn í honum sem hafi komist þangað inn með skammtafræði formúlu (að það sé hægt að ganga í gegnum veggi en það er mjög ólíklegt) Annars er ekki mikið að gerast en þegar það gerist skal ég blogga aftur.

ciao,
jófríður (og ásthildur sem situr við hliðina á mér)
pascal pinon


Hello hello,
Me and Ásthildur are sitting here, taking it easy while Áki (the recording manager) fixes the computers, he is scrambling the hard drive, installing programs and such. As soon as that is done we're going to try record something and see what happens so everything is pretty much rolling now. Yesterday we were cleaning and cleaning, arranging and organizing and the place has become pretty good I must say. The shelves are up, one is for books and the other for cables. There's not much going on but when it does I will blog again.

ciao,
jófríður (and Áshildur who is sitting next to me)
pascal pinon

Wednesday, June 23, 2010

Myndir frá því í gær/Pictures from yesterday


Hæ á ný!
við erum mættar aftur í vinnuna, það er verið að setja upp skápa, raða hljóðfærum á veggi og ýmislegt fleira.
hér er verk gærdagsins, neðst má sjá mynd af verndarenglum verkefnisins, þeim Sampo og Ruben, nútímatónskáldum frá Finnlandi og Noregi, og svo eru myndir af alskonar.

kv.Pascal Pinon


Hi again!
We are back at work, now we are putting shelves together, arranging instruments on the walls and various other things. Here is yesterday's work, at the bottom you can see a picture of the guardian angels of this project, contemporary composers Sampo and Ruben from Finland and Norway and then there are pictures of all sorts of things.

Best, Pascal Pinon

Tuesday, June 22, 2010

Pascal Pinon að blogga!

Hæ og hæ
í dag byrjuðum við á ýmsu, þar á meðal að blogga og taka upp. eða nei, við tókum ekkert upp heldur rótuðum við í allan dag. en á morgun eða hinn munu hefjast upptökur á annarri plötunni okkar! það verður súper. verkefni dagsins var að taka til í félagsheimili meðlima samtakanna s.l.á.t.u.r. þar sem við ætlum vinna plötuna. við hengdum upp hátalara, færðum til húsgögn, bárum inn fjórar risastórar PC tölvur (sem við ætlum ekki einu sinni að nota), vöskuðum upp, fórum í góða hirðinn að kaupa hillur, sópuðum gólfið og allt mögulegt. í sumar ætlum við ekki bara að taka upp, heldur blogga um það líka! ef ég hefði ekki gleymt tölvunni minni í slátrinu væru myndir frá deginum en þær koma á morgun.

adieu,
pascal pinon


Hi and hi
Today we started various things, including blogging and recording. or no, we didn't record anything but we carried in a lot of things. tomorrow or the other we will start recording our second album! it will be super. the project of today was to clean the headquarters of the association s.l.á.t.u.r. where we're going to be working on the album. we hanged up speakers, rearranged the furniture, carried in four enormous PC's (that we're not even going to use), washed the dishes, went to the good shepherd to buy shelves, swept the floors and all sorts of things. this summer we will not only record an album, but write about it too! If I had not forgotten my laptop at the slátur accommodation there'd be pictures from the day but they'll be in tomorrow.

adieu,
Pascal Pinon