Kæru lesendur!
afsakið að ég hef brugðist ykkur.í dag fórum við ekkert í slátur en ég var heima að reyna að semja eitthvað og Ásthildur var held ég bara að spila á píanóið. Í gær gerðum við líka frekar lítið. Við hittum Sindra og hann gat sagt okkur ýmislegt um bransann en hann ætlar líka að hjálpa okkur eitthvað með plötuna. Svo vorum við að æfa nýtt efni og gamalt, spila orgelútsetningar á gömlu lögunum og þannig rugl. Upptökurnar byrja líklega ekki fyrr en í næstu viku en þá verður líka vinnan byrjuð fyrir alvöru. Um helgina erum við að fara að spila á Sólseturshátíðinni í Garðinum með ingó og diktu (já!) en við erum líka úr garðinum svo það verður gaman. Við spiluðum einusinni fyrir kvenfélagið í garðinum og nánast önnur hver kona þar inni var skyld mér, þó ég vissi ekki einusinni hvað þær hétu. það er svona að vera íslendingur og koma úr litlu bæjarfélagi. en ég kveð að sinni þar til á mánudag,
hafið góða helgi,
kv.jófríður (og ásthildur sem er að spila á píanóið, auðvitað)
Dear readers!
sorry i have let you down. today we didn't go to slátur at all but i stayed at home trying to write something new and Ásthildur just played the piano i think. yesterday we didn't do much either. We met up with Sindri and he he could tell us all sorts of things about the business of music but he's also going to help us with the album. then we practiced new material and old, played old songs in organ arrangements and stuff like that. The recording probably won't start until next week but then the work is really going to begin. This weekend we are playing at the Sunset festival in the small town Garður with Ingo and dikta (mhm) but our family is from Garður so it will be fun. We once played for the women's socitey ( women's club or something i don't know what you call it in English) in Garður and almost every other woman in there was somehow related to me, and i didn't even know their names. That's what it's like being Icelandic and from a small town like that.
but i must say goodbye now until monday,
have a nice weekend
-jófríður (and Ásthildur who is playing the piano of course)
No comments:
Post a Comment